Gagnapakkinn inniheldur fjöldatölur um söfnun á úrgangi frá heimilum í Reykjavík. Gögnin eru frá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hér er að finna eina heildarskrá fyrir öll árin, auk sér skráa fyrir hvert ár, frá 2007-2016.




Hver lína táknar fjölda, lítra, þyngd, kostnað og gjöld tengda söfnun á úrgangi frá heimilum í Reykjavík á ákveðnu ári.




Skýringar:


Kjalarnes með í tölum frá árinu 2004. Spartunnur voru áður Grænar tunnur en breyttu um nafn 2015 og urðu 120 lítra í stað 240 lítra en safnað jafn oft og gráu tunnunni. Magn flokkað sorps sem Gámaþjónustan og Íslenska gámafélagið safna við heimili er ekki þekkt.


Árið 2007: Byrjað var að bjóða upp á bláa tunnu í september.


Árið 2015: Byrjað var að bjóða upp á Græna tunnu undir plast með hirðutíðni á 21 daga fresti og hirðutíðni breytt í 14 daga á grárri tunnu og 21 dag á blárri tunnu.