Um Gagnagáttina

Í Gagnagáttinni finnur þú opin gagnasöfn borgarinnar og getur hlaðið þeim niður. Okkar markmið er að stuðla að gagnsærri upplýsingamiðlun og að öll geti nýtt sér gögn borgarinnar á aðgengilegan hátt.

Má ég nota þessi gögn?

Já! Öllum er frjálst að nýta gögnin í rannsóknir, verkefni, nýsköpun eða fjölmiðlaumfjöllun ef gætt er að því að réttra heimilda sé getið. Þegar unnið er með gögnin er mikilvægt að:

  • – Segja frá uppruna upplýsinganna.
  • – Brjóta ekki á réttindum þriðja aðila, svosem hugverka- og persónuvernd.
  • – Taka skýrt fram hver ber ábyrgð á vinnslu upplýsinganna.

Ef þú tekur eftir því að upplýsingar sem birtar eru í Gagnagáttinni eða á Gagnahlaðborðinu innihalda persónuupplýsingar eða efni sem gæti falið í sér hugverkarétt, einkaleyfi, vörumerki eða hönnun, óskum við eftir að þú gerir okkur viðvart á gagnahladbord@reykjavik.is.

Reykjavíkurborg ber ekki ábyrgð á villum sem kunna að koma fram í upplýsingum sem birtar eru af þriðja aðila. Þá fer Reykjavíkurborg ekki með fyrirsvar endurnotaðra upplýsinga og ber hvorki ábyrgð né skyldur í tengslum við notkun þeirra að því marki sem lög leyfa.

Þessar reglur eru í samræmi við lög um endurnot opinberra upplýsinga nr. 45/2018.