Gagnapakkinn inniheldur fjölda barna á frístundaheimilum í Reykjavík, eftir frístundaheimilum. Gögnin eru frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hér er að finna eina heildarskrá fyrir öll árin, auk sér skráa fyrir hvert ár, frá 2011-2016.
Hver lína táknar fjölda barna á sérhverju frístundaheimili í Reykjavík á ákveðnu ári.
Fyrsti dálkurinn inniheldur ár og annar dálkur inniheldur heildarfjölda barna á frístundaheimilum í Reykjavík. Dálkur þrjú til 42 innihalda fjölda barna á sérhverju frístundaheimili í Reykjavík (t.d. Álfheimar, Kátakot, Regnboginn og Víðisel).
Skýringar:
Fjöldi : 1 október ár hvert.
Hlíðaskjól: Hlíðaskjól var breytt í Eldflaugin árið 2012.