Gagnapakkinn inniheldur hlutfall og fjöldatölur um umsóknir á biðlista fyrir félagslegt húsnæði eftir stærð íbúðar í Reykjavík í árslok. Gögnin eru frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hér er að finna eina heildarskrá fyrir öll árin, auk sér skráa fyrir hvert ár, frá 2012-2017.




Hver lína táknar fjölda eða hlutfall (þar sem 0,685 er 68,5% íbúða í eftirfarandi stærð) umsókna á biðlista fyrir félagslegt húsnæði í Reykjavík fyrir hverja mismunandi stærð íbúðar (1-2 herbergja, 3 herbergja, 4 herbergja og samtals) ákveðnu ári.