Gagnapakkinn byggir á tölum frá Hagstofu Íslands um íbúafjölda á Íslandi frá 1901-2020.
Í honum er að finna reiknað meðaltal íbúafjölda yfir 12 tíu ára tímabil og hlutfallsbreytingu
í Reykjavík, á höfuðborgarsvæðinu og á landinu öllu. Hér er að finna eina heildarskrá fyrir
öll tímabilin, auk sér skráa fyrir hvert tímabil fyrir sig.
Hver lína í gagnaskránum táknar íbúafjölda og hlutfallsbreytingu íbúafjölda á
milli tímabila á tilteknu tímabili fyrir tiltekið svæði.
Fyrsti dálkurinn inniheldur tímabil(skiptist í 12 tíu ára tímabil.Það fyrsta sem nær
frá 1901-1910, það síðasta frá 2011-2020), annar inniheldur svæði(skiptist upp í Reykjavík, höfuðborgarsvæðið og allt landið), þriðji dálkur inniheldur íbúafjölda. Fjórði dálkur inniheldur hlutfallslega breytingu íbúafjölda á milli ára þar sem 0,563 er 56,3%.
Tölur fyrir árin 1901-1990 eru úr Hagskinnu.
Tölur um íbúa í Reykjavík, á höfuðborgarsvæðinu og á Íslandi 1901-1997, miðast við 1. desember ár hvert.
Tölur um íbúa í Reykjavík, á höfuðborgarsvæðinu og á Íslandi, 1998 og síðar miðast við 1. janúar ár hvert.
Tölur um íbúa Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins 1998-2012, miðast við sveitarfélagaskipan 1. janúar 2012.