Gagnapakkinn inniheldur kynjahlutfall íbúa og hlutfall íbúa 80 ára og eldri í Reykjavík, á höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu. Hér er að finna eina heildarskrá fyrir öll árin, auk sér skráa fyrir hvert ár, frá 2000-2019.




Hver lína táknar kynjahlutfall íbúa og hlutfall íbúa 80 ára og eldri fyrir hvert svæði á ákveðnu ári.




Fyrsti dálkurinn inniheldur ár, annar dálkur inniheldur svæði (sem skiptist upp í Reykjavík, höfuðborgarsvæðið og landið allt), þriðji dálkur inniheldur kynjahlutfall, hlutfall karla á móti konum - þar sem 0,95 er 95% kynjahlutfall, þ.e. fyrir hverjar 100 konur eru 95 karlar. Fjórði dálkur inniheldur hlutfall íbúa 80 ára og eldri - þar sem 0,0316 er 3,16%.