Græn svæði, sundstaðir, skíðasvæði og húsdýragarðurinn

Gagnapakkinn inniheldur hlutfall íbúa í Reykjavík sem eru ánægðir með opin svæði og aðsóknartölur á sundstaði, skíðastaði og húsdýragarðinn. Gögn um aðsóknartölur eru fengin frá Íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar. Gögn um opin svæði eru byggð á þjónustukönnun Reykjavíkurborgar. Hér er að finna eina heildarskrá fyrir öll árin, auk sér skráa fyrir hvert ár, frá 2000-2018.

Hver lína í gagnaskránum táknar hlutfall þeirra sem eru ánægðir með opin svæði, aðsóknartölur á sundstaði, skíðastaði og húsdýragarðinn í Reykjavík á ákveðnu ári.

Fyrsti dálkurinn inniheldur ár, annar dálkur inniheldur hlutfall þeirra sem eru ánægðir með opin svæði - þar sem 0,607 eru 60,7% íbúa sem segjast vera ánægðir með þau opnu svæði sem þau heimsækja. Þriðji dálkur inniheldur aðsóknartölur í sundstaði, fjórði dálkur inniheldur aðsóknartölur í skíðastaði og fimmti dálkur inniheldur aðsóknartölur í húsdýragarðinn.

Skýringar:
Hlutfall þeirra sem eru ánægðir með opin svæði: Hlutfall svarenda í þjónustukönnun Reykjavíkurborgar sem sem segjast vera ánægðir eða mjög ánægðir með opin svæði sem þau heimsækja.
Aðsóknartölur: fjöldi heimsókna á ári.
Aðsókn að skíðastöðum: Bláfjöll og Skálafell, tölur hvers ártals miðast við aðsókn yfir vetur, 2016 er þannig veturinn 2015-2016.

Gögn og tilföng

Viðbótarupplýsingar

Svæði Gildi
Síðast uppfært júní 7, 2023, 12:03 (UTC)
Stofnað maí 26, 2023, 13:41 (UTC)