Gagnapakkinn inniheldur hlutfall fullorðinna sem nota virkan ferðamáta og meðalfjölda ferða á íbúa sem nota almenningssamgöngur í Reykjavík, á höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu. Hér er að finna eina heildarskrá fyrir öll árin, auk sér skráa fyrir hvert ár, frá 2016-2018.




Virkur ferðamáti fullorðinna: Hlutfall þeirra sem hjóla eða ganga 3x í viku eða oftar til vinnu eða skóla.
Notkun almenningssamgangna: Meðalfjöldi ferða á íbúa á ári.




Hver lína í gagnaskránum táknar hlutfall fullorðinna sem nota virkan ferðamáta og meðalfjölda íbúa sem nota almenningssamgöngur fyrir hvert svæði á ákveðnu ári.




Fyrsti dálkurinn inniheldur ár, annar dálkur inniheldur svæði (sem skiptist upp í Reykjavík, höfuðborgarsvæðið og landið allt), þriðji dálkur inniheldur hlutfall fullorðinna sem nota virkan ferðamáta - þar sem 0,243 er 24,3%. Fjórði dálkur er meðalfjöldi ferða á íbúa á ári sem nota almenningssamgöngur.