Gagnapakkinn inniheldur fjöldatölur úr göngu- og hjólateljurum í Reykjavík. Hér er að finna eina skrá fyrir hvert ár frá árinu 2016, þegar fyrstu teljararnir voru settir upp í Grasagarðinum.
Hver lína inniheldur fjöldatölur niður á klukkustund, flokkaðar eftir teljara, ferðamáta, og stefnu.
- dags_timi_upphaf: upphaf talningartímabils, dagsetning og tími (ISO 8601)
- dags_timi_lok: lok talningartímabils, dagsetning og tími (ISO 8601)
- heiti_teljara: heiti teljara, almennt nafn götu eða kennileitis sem teljari stendur við
- ferdamati: hvers konar vegfarendur eru taldir, gangandi eða hjólandi
- stefna: stefna talningar, hver teljari hefur tvær stefnur
- fjoldi: fjöldi vegfarenda
- WGS84_breiddargrada: staðsetning teljara, breiddargráða (WGS84)
- WGS84_lengdargrada: staðsetning teljara, lengdargráða (WGS84)