Svefn

Gagnapakkinn inniheldur hlutfall þeirra sem fá stuttan svefn í Reykjavík, á höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu. Gögn um svefn grunnskólanema eru byggð á könnun á högum og líðan grunnskólanema í 8. 9. og 10. bekk hjá Rannsóknir og greining. Gögn um svefn fullorðinna er frá Embætti landlæknis. Hér er að finna eina heildarskrá fyrir öll árin, auk sér skráa fyrir hvert ár, frá 2016-2018.

Hver lína í gagnaskránum táknar hlutfall grunnskólanema í 8.-10. bekk sem fá stuttan svefn, hlutfall framhaldsskólanema sem fá stuttan svefn og hlutfall fullorðinna sem fá stuttan svefn fyrir hvert svæði á ákveðnu ári.

Fyrsti dálkurinn inniheldur ár, annar dálkur inniheldur svæði (sem skiptist upp í Reykjavík, höfuðborgarsvæðið og landið allt), þriðji dálkur inniheldur hlutfall grunnskólanema (í 8.-10. bekk) sem fá stuttan svefn - þar sem 0,429 er 42,9%. Fjórði dálkur inniheldur hlutfall framhaldsskólanema sem fá stuttan svefn og fimmti dálkur inniheldur hlutfall fullorðinna sem fá stuttan svefn.

Skýringar:
Stuttur svefn ungmenna: Hlutfall ungmenna sem sofa 7 klst á nóttu eða minna.
Stuttur svefn fullorðinna: Hlutfall fullorðinna sem sofa 6 klst á nóttu eða minna.

Data and Resources

Additional Info

Field Value
Last Updated June 7, 2023, 13:36 (UTC)
Created May 26, 2023, 13:56 (UTC)