Þátttaka í íþróttastarfi

Gagnapakkinn inniheldur þátttökuhlutfall í íþróttastarfi í grunnskólanema í 5.-10. bekk í Reykjavík og nýtingu frístundakorts. Gögn um íþróttastörf eru byggð á könnun á högum og líðan grunnskólanema hjá Rannsóknir og greining. Gögn um frístundakort eru frá Íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar. Hér er að finna eina heildarskrá fyrir öll árin, auk sér skráa fyrir hvert ár, frá 2016-2018.

Hver lína í gagnaskránum táknar þátttökuhlutfall í íþróttastarfi grunnskólanema í 5.-7. bekk annarsvegar og þátttökuhlutfall í 8.-10 bekk hinsvegar, og hlutfall þeirra sem nýta frístundakortið í Reykjavík á ákveðnu ári.

Fyrsti dálkurinn inniheldur ár, annar dálkur inniheldur þátttökuhlutfall í íþróttastarfi (í 5.-7. bekk) - þar sem 0,335 er 33,5% þátttaka. Þriðji dálkur inniheldur þátttökuhlutfall í íþróttastarfi (í 8.-10. bekk) og fjórði dálkur inniheldur hlutfall á nýtingu frístundakorts - þar sem 0,779 er 77,9% nýting.

Skýringar:
Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi 1-3x í viku.

Data and Resources

Additional Info

Field Value
Last Updated June 7, 2023, 13:26 (UTC)
Created May 26, 2023, 13:57 (UTC)