Áfengis og vímuefnaneysla

Gagnapakkinn inniheldur hlutfall áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna og fullorðinna í Reykjavík, á höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu. Gögn um ungmenni eru byggð á könnun meðal ungmenna á Íslandi frá Rannsóknir og greining. Gögn um fullorðna er frá Embætti landlæknis - Heilsa og líðan vöktun fyrir Reykjavík. Hér er að finna eina heildarskrá fyrir öll árin, auk sér skráa fyrir hvert ár, frá 2012-2018.

Hver lína í gagnaskránum táknar hlutfall nema (í 8.-10. bekk, 10. bekk og framhaldsskólanema) sem falla undir skilgreiningu ölvunardrykkju, hlutfall grunnskólanema (í 8.-10. bekk) sem hafa neytt marijúana og hlutfall áhættudrykkju fullorðinna fyrir hvert svæði á ákveðnu ári.

Fyrsti dálkurinn inniheldur ár, annar dálkur inniheldur svæði (sem skiptist upp í Reykjavík, höfuðborgarsvæðið og landið allt), þriðji dálkur inniheldur hlutfall grunnskólanema (í 8.-10. bekk) sem falla undir skilgreiningu ölvunardrykkju - þar sem 0,03 táknar að 3% barna í 8.-10. bekk hafa orðið ölvaðir sl. 30 daga. Fjórði dálkur inniheldur hlutfall ölvunardrykkju grunnskólanema (í 10. bekk), fimmti dálkur inniheldur hlutfall grunnskólanema (í 8.-10. bekk) sem hafa neytt marijúana, sjötti dálkur inniheldur hlutfall ölvunardrykkju framhaldsskólanema og sjöundi dálkur inniheldur hlutfall áhættudrykkju fullorðinna - þar sem 0,102 þýðir að 10,2% fullorðinna falla undir þá skilgreiningu að vera með áhættusamt neyslumynstur þegar kemur að ölvunardrykkju.

Skýringar:
Hlutfall ungmenna sem hafa orðið ölvaðir sl.30 daga.
Hlutfall ungmenna sem hafa notað marijúana 1x eða oftar á ævi.
Hlutfall fullorðinna sem fellur undir þá skilgreiningu að vera með áhættusamt neyslumynstur.

Gögn og tilföng

Viðbótarupplýsingar

Svæði Gildi
Síðast uppfært júní 7, 2023, 13:16 (UTC)
Stofnað maí 26, 2023, 13:38 (UTC)