Gagnapakkinn inniheldur fjöldatölur dagforeldra í Reykjavík. Gögnin eru frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hér er að finna eina heildarskrá fyrir öll árin, auk sér skráa fyrir hvert ár, frá 1997-2020.




Hver lína táknar fjöldatölur dagforeldra og barna hjá dagforeldrum í Reykjavík á ákveðnu ári.




Fyrsti dálkurinn inniheldur ár, annar dálkur inniheldur fjölda dagforeldra, þriðji dálkur inniheldur fjölda barna hjá dagforeldrum og fjórði dálkur inniheldur meðalfjölda barna hjá dagforeldrum. Fimmti dálkur inniheldur fjölda barna á fyrsta aldursári, sjötti dálkur inniheldur fjölda 1 árs barna og sjöundi dálkur inniheldur fjölda 2 ára barna. Áttundi dálkur inniheldur fjölda 3 ára barna, níundi dálkur inniheldur fjölda 4 ára barna og tíundi dálkur inniheldur fjölda 5 ára barna.