Gagnapakkinn inniheldur árlegar tölur um fjölda og hlutfall notenda fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar, skipt eftir þjónustumiðstöðvum og fjölda mánaða sem notandi hlaut fjárhagsaðstoð á árinu. Hlutfallstalan sýnir fjölda notenda innan tiltekins mánaðafjölda sem brot af heildarfjölda notenda þess árs og þjónustumiðstöðvar. Þannig getum við sem dæmi séð að 17,3% (0,173) notenda fjárhagsaðstoðar í Vesturbæ hlutu aðstoð í 10 mánuði eða lengur árið 2005.




Gögnin eru upprunnin hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hér er að finna eina heildarskrá fyrir öll árin, 2005-2017. Athugið að í gögnunum teljast Árbær og Breiðholt til sama hverfis árið 2005 (tölur í báðum hverfum).