Fjöldi mætinga 10-12 ára barna í félagsmiðstöðvar og frístundaklúbba

Gagnapakkinn inniheldur fjölda mætinga 10-12 ára barna í félagsmiðstöðvar og frístundaklúbba í Reykjavík. Gögnin eru frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hér er að finna eina heildarskrá fyrir öll árin, auk sér skráa fyrir hvert ár, frá 2011-2016.

Hver lína táknar fjölda mætinga barna í sérhverja félagsmiðstöð og frístundaklúbb í Reykjavík fyrir hvern aldurshóp á ákveðnu ári.

Fyrsti dálkurinn inniheldur ár og annar dálkur inniheldur aldurshóp (sem skiptist upp í 10-12 ára börn og 13-16 ára börn). Þriðji til sjöundi dálkur inniheldur fjölda mætinga á sérhverri félagsmiðstöð og frístundaklúbb (t.d. Ársel, Kampur og Tjörnin) og áttundi dálkur inniheldur heildarfjölda mætinga hjá börnum 10-12 ára í félagsmiðstöðvum og frístundaklúbbum í Reykjavík.

Skýringar:
Frístundamiðstöðvar í Reykjavík hafa misjafna samsetningu starfsstaða þegar kemur að þjónustu við börn og unglinga á aldrinum 10-12 ára og 13-16 ára. Frístundamiðstöðvarnar Kringlumýri, Gufunesbær og Miðberg starfrækja frístundaklúbba þar sem 10-12 ára börn og 13-16 ára unglingar mæta daglega, einnig úr öðrum hverfum borgarinnar. Húsnæði og aðstaða félagsmiðstöðva er jafnframt ólíkt milli miðstöðva og þjónustutími því ekki alltat sambærilegur milli hverfa. Frístundamiðstöðvar hafa ólíka áherslu á þjónustu við aldurshópinn 10-12 ára, ýmist á fámennara hópastarf eða fjölmennara opið staf. Aukningu í aðsókn hjá Frostaskjóli á milli ára má að hluta rekja til daglegrar viðveru frístundaráðgjafa í Litla-Frosta í Hagaskóla.
Tjörnin: Frístundamiðstöðvarnar Frostaskjól og Kampur sameinuðust sumarið 2016 og nefnist ný frístundamiðstöð Tjörnin.

Gögn og tilföng

Viðbótarupplýsingar

Svæði Gildi
Síðast uppfært júní 14, 2023, 16:46 (UTC)
Stofnað maí 30, 2023, 13:43 (UTC)