Kvíði og einmannaleiki ungmenna

Gagnapakkinn inniheldur hlutfall kvíðaeinkenna og einmannaleika grunnskólanema (í 8.-10. bekk) og framhaldsskólanema í Reykjavík, á höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu. Gögnin eru fengin úr könnun meðal grunnskóla- og framhaldsskólanema frá Rannsóknir og greining. Hér er að finna eina heildarskrá fyrir öll árin, auk sér skráa fyrir hvert ár, frá 2016-2018.

Hver lína í gagnaskránum táknar hlutfall grunnskólanema (í 8.-10. bekk) sem upplifa kvíðaeinkenni og einmannaleika og hlutfall framhaldsskólanema sem upplifa einmannaleika fyrir hvert svæði á ákveðnu ári.

Fyrsti dálkurinn inniheldur ár, annar dálkur inniheldur svæði (sem skiptist upp í Reykjavík, höfuðborgarsvæðið og landið allt), þriðji flokkur inniheldur hlutfall kvíðaeinkenna grunnskólanema (í 8.-10. bekk) - þar sem 0,023 er 2,3% grunnskólanema upplifa kvíðaeinkenni. Fjórði dálkur inniheldur hlutfall grunnskólabarna (í 8.-10. bekk) sem upplifa einmannaleika og fimmti dálkur inniheldur hlutfall einmannaleika hjá framhaldsskólanemum.

Skýringar:
Kvíðaeinkenni: Meðaltalsskor kvíðaeinkenna.
Einmannaleiki: Hlutfall nemenda sem segjast oft hafa verið einmanna sl viku.

Gögn og tilföng

Viðbótarupplýsingar

Svæði Gildi
Síðast uppfært júní 7, 2023, 10:26 (UTC)
Stofnað maí 26, 2023, 13:47 (UTC)