Gagnapakkinn inniheldur hlutfall skjátíma sem fer í tölvuleikjanotkun og samfélagsmiðla af heildarskjátíma grunnskólanema (í 8.-10. bekk) í Reykjavík. Gögnin eru fengin úr könnun meðal grunnskólanema frá Rannsóknir og greining. Hér er að finna eina heildarskrá fyrir öll árin, auk sér skráa fyrir hvert ár, frá 2016-2018.




Hver lína í gagnaskránum táknar hlutfall skjátíma hjá strákum, stelpum og samtals fyrir hvern flokk á ákveðnu ári.




Fyrsti dálkurinn inniheldur ár, annar dálkur inniheldur flokk (sem skiptist upp í tölvuleikjanotkun og samfélagsmiðla), þriðji flokkur inniheldur hlutfall skjátíma hjá báðum kynjum - þar sem 0,108 er 10,8% grunnskólanema í Reykjavík. Fjórði dálkur inniheldur hlutfall skjátíma hjá strákum og fimmti dálkur inniheldur hlutfall skjátíma hjá stelpum.




Skýringar:


Tölvuleikjanotkun: Átt er við nettölvuleiki.