Virkur ferðamáti og notkun almenningssamgangna

Gagnapakkinn inniheldur hlutfall fullorðinna sem nota virkan ferðamáta og meðalfjölda ferða á íbúa sem nota almenningssamgöngur í Reykjavík, á höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu. Gögn um ferðamáta eru fengin frá Embætti landlæknis. Gögn um almenningssamgöngur eru byggð á árskýrslu Strætó bs. Hér er að finna eina heildarskrá fyrir öll árin, auk sér skráa fyrir hvert ár, frá 2016-2018.

Hver lína í gagnaskránum táknar hlutfall fullorðinna sem nota virkan ferðamáta og meðalfjölda ferða á íbúa sem nota almenningssamgöngur fyrir hvert svæði á ákveðnu ári.

Fyrsti dálkurinn inniheldur ár, annar dálkur inniheldur svæði (sem skiptist upp í Reykjavík, höfuðborgarsvæðið og landið allt), þriðji dálkur inniheldur hlutfall fullorðinna sem nota virkan ferðamáta - þar sem 0,243 er 24,3%. Fjórði dálkur er meðalfjöldi ferða á íbúa á ári sem nota almenningssamgöngur.

Skýringar:
Virkur ferðamáti fullorðinna: Hlutfall þeirra sem hjóla eða ganga 3x í viku eða oftar til vinnu eða skóla.
Notkun almenningssamgangna: Meðalfjöldi ferða á íbúa á ári.

Gögn og tilföng

Viðbótarupplýsingar

Svæði Gildi
Síðast uppfært júní 7, 2023, 13:31 (UTC)
Stofnað maí 26, 2023, 13:59 (UTC)